Færsluflokkur: Menning og listir
4.5.2016 | 13:21
Hver er rekstrarvandi Listasafns ASÍ?
Rekstur Ásmundarsals hefur verið að þyngjast verulega undanfarin ár eftir að Alþingi ákvað að draga verulega úr fjárveitingum til Listasafns ASÍ. Hvorki Safnasjóður né Reykjavíkurborg vilja gera svokallaða rekstrarsamninga, heldur veita styrki í einstaka viðburði, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Hér eru tekjur og gjöld Listasafns ASÍ fyrir 2014, tekinn úr skýrslu ofangreinds forseta sambandsins.
Lítið kann ég að klóra mig fram úr slíku, en les þó úr honum að ASÍ skaffar til rekstur síns listasafns 9.797.033 krónur sem er rétt um 97 krónur per félagsmann á ári.(!)Ríkið greiðir til safnsins 4.050.000 og styrkur frá Menningarborginni er 500.000 kall.
Aðrar tekjur eru vegna Vinnustaðasýninga upp á 7.101.044.
Samtals eru tekjur safnsins 21.448.077 krónur en gjöldin á móti eru 20.489.517 sem skilar safninu 958.560 í hagnað á árinu 2014.
Nema að eitthver undarleg skuld við Reykjavíkurborg upp á 15.846.303 bankar upp á, með rúma milljón í vaxtagjöld, sem þurrka burt mest allan hagnaðinn. Hvaða lán er þetta sem móðurfélagið lætur listasafnið burðast með?
Og nú er sagt að forsendur séu brostnar fyrir rekstrinum. En þá er lag að skoða rekstrarreikning móðurfélagsins ASÍ varðandi listasafnið.
Samkvæmt lögum sambandsins skal það leggja til listasafnsins 3,7% af tekjum. Á Samstæðureikningi 2014 voru skatttekjur ASÍ (það er gjald frá aðildarfélögum) 264.784.665 krónur. En með styrkjum og öðrum tekjum voru heildartekjur sambandsins 870.597.226 krónur.
Í lögunum (45. grein) stendur: Af tekjum ASÍ skal leggja 3,7% í sjóð Listasafns ASÍ, en ekki er minnst á að það séu þá aðeins skatttekjurnar. 3,7% af 870.597.226 er dálítið meira en 9.797.033 krónur eða um 32.212.097 krónur. Og það er upphæð sem ASÍ ætti að mínu viti sannarlega að láta ganga til listasafnsins og þarf þá engra annara styrkja við til að reka safnið með myndarbrag.
En hvar í plöggum ASÍ er samþykki fyrir því að reikna 3,7% hlut listasafnsins aðeins út frá tekjum frá aðildarfélögum, en ekki heildartekjum? Spyr sá sem ekki veit.
En ókei.
Nú kvartar framkvæmdastjóri ASÍ yfir styrkjaleysi frá ríki og borg og kannski hafa þessir aðilar kippt út sínum styrkjum? Kannski var í dílnum vegna Marshallhússins, að borgin myndi draga saman seglin annarsstaðar? Og peningar ríkisins eru farnir úr landi. Ókei. Þá situr ASÍ uppi með heildarpakkann fyrir rekstur Listasafns ASÍ, sem er 21.5 milljón cirka. Ef við deilum nú þeim ósköpum niður á hina 100.000 félagsmenn sambandsins, þá lenda á ári hverju heilar 215 krónur á herðum hins almenna launþega, við að halda uppi sómasamlegri starfsemi utan um þeirra ómetanlegu safneign. Og það eru brostnar forsendur að mati Gylfa Arnbjörnssonar forseta sambands sem veltir hundruðum milljóna á ári.
Endurskoði sölu á Ásmundarsal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2016 | 17:43
Það er nú ekki ónýtt að eiga mynd þegar maður á ekki til orð.
5.11.2015 | 23:02
Þeir vilja kannski líka þennan?
Eldgamalt málverk frá upphafsárum bónuss, minnir mig. Listamanninum þótti einhver daufur fnykur af græðgi stafa frá þessum besta vini öreigans með ómegðina. En það var vitaskuld della þá. Framhaldið er skrásett.
Hagar halda Bónusgrísnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.7.2015 | 20:57
Skyggnigáfa
Bloggarinn þurfti enga sérstaka skyggnigáfu þegar hann gaf sér þessa fögru framtíðarsýn í upphafi árs.
Pissa í hvert skúmaskot á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2014 | 22:39
Það sprettur líf af skítnum sem við skiljum eftir.
17.6.2014 | 12:07
Lýð(v)eldi
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2014 | 16:37
Hið eilífa alþýðuleikfang
Hef fengið nokkra uppreisn æru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2013 | 09:43
Makleg málagjöld
31.8.2013 | 09:27
Hvar eru börnin?
11.8.2013 | 14:29